Fjöldi útkalla hafa verið hjá lögreglu á Höfuðborgarsvæðinu s.l. sólarhring en skv. dagbók lögreglu var talsverður erill í gærkvöld og í nótt og flest málin tengjast fólki í annarlegu ástandi sökum vímuefnanotkunnar. Hér að neðan er stiklað á stóru um verkefnin.
Tilkynnt var um manneskju til lögreglu í gærkvöld, í annarlegu ástandi sem gæti sér enga björg veitt í hverfi 101 og um konu, skömmu síðar, í annarlegu ástandi, liggja í snjóskafli í götu í hverfi 112, reyndist vera um að ræða konu í góðu ásigkomulagi að slaka á í snjóskafli og njóta snjókomunnar.
Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 109 og voru tveir aðilar handteknir í þágu rannsóknar. Þá var töluvert um að lögreglan væri kölluð út vegna ýmissa mála, flest tengd vímuefnum, akstri undir áhrifum þeirra eða óspekta á almannafæri.
Bílvelta varð á Reykjanesbraut í hverfi 210 en ekki talin meiðsl á fólki og bifreiðin var flutt á brott með kranabíl. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um árekstur og afstungu í hverfi 220, ökumaðurinn sem ók á brott sagður í annarlegu ástandi. Þá sat önnu bifreið föst í snjó í hverfi 111 og þar var ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.