Hæg norðlæg átt á verður morgun og miðvikudag en gengur í allhvassa eða hvassa norðanátt með éljum eða snjókomu, en hægari vindur og bjart sunnanlands. Áfram kalt í veðri
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg átt 3-10 m/s, en 10-18 á Vestfjörðum og SA-til í kvöld og á morgun. Víða él eða snjókoma, en bjart S- og V-lands.
Frost 1 til 10 stig, en kólnandi í kvöld og á morgun, einkum inn til landsins.
Spá gerð: 28.01.2019 15:32. Gildir til: 30.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, en heldur hvassari með A-ströndinni. Él um norðanvert landið, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Á fimmtudag:
Gengur í allhvassa eða hvassa norðanátt með éljum eða snjókomu, en hægari vindur og bjart S-lands. Áfram kalt í veðri.
Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og áfram ofankoma fyrir norðan, en bjart með köflum syðra. Dregur úr frosti.
Á laugardag:
Breytileg átt og styttir upp fyrir norðan, en suðaustanátt og þykknar upp S- og V-lands. Frost 1 til 10 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi austlæga átt með snjókomu eða slyddu S-lands og hiti um og yfir frostmarki, en þurrt fyrir norðan og áfram frost.
Spá gerð: 28.01.2019 08:42. Gildir til: 04.02.2019 12:00.