15 jarðskjálftar yfir 3.0 stig og sá stærsti 4.3 auk 18 jarðskjálfta á bilinu 2 til 3 stig, hafa mælst norður af landinu
Frá því um miðnætti í nótt hafa 15 skjálftar, þrjú stig eða stærri, riðið yfir rúmlega 100 kílómetra norður af Kolbeinsey. Tveir jarðskjálftar hafa mælst vera yfir fjögur stig.
Á vef Veðurstofunnar má sjá að stærstu skjálftarnir voru 4,1 og 4,3 stig, en upptök þeirra voru um 120 kílómetra norður af Kolbeinsey. Aðrir skjálftar voru flestir frá miðnætti til hálfþrjú í nótt.
Umræða