Staðan við Stóru Laxá í Hreppum í dag
,,Rigningin hefur minnkað síðan í morgun en það er mikið vatn í ánni“ sagði Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum við Stóru Laxá í Hreppum, en áin er kominn út um öll tún á svæðinu eftir miklar rigningar og það er bara febrúar. Það eru hlýindi dag eftir dag víða um land og lítið sem minnir á veturinn þessa daga, víða um land.
Stóra Laxá minnti rækilega á sig í dag þar sem hún flæddi út um öll tún og og þessa hefur gerst víða um land þar sem ár verða að stórfljótum á nokkrum klukkutímum. Víða rigndi svakalega og sá litli snjór sem er hvarf á stuttum tíma.
Já tíðarfarið er stórmerkilegt þessa daganna og fátt sem minnir á vetur núna.
Mynd: Staðan við Stóru Laxá í Hreppum í dag. Myndataka: Esther
Discussion about this post