Ég var einn af þessum 30.000 sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum, núna er ég einn af þessum 10.000 sem hafa yfirgefið flokkin en Maskína mældi fylgishrunið lóðbeina í síðustu viku, sem sýnir að einn af hverjum þremur eru farnir úr flokknum.

Fyrsta málið sem kom upp, var að flokkurinn tók ranglega við styrkjum upp á 245 milljónir og neitaði að endurgreiða þær, ef um hefði verið að ræða skjólstæðing t.d. Tryggingastofnunar eða Vinnumálastofnunar, hefði sá einstaklingur ekki haft neitt val. Inga Sæland reif bara kjaft og var dónaleg m.a. við fjölmiðlafólk og fleiri. Minnti á yfirganginn varðandi skóparið þegar hún hraunaði yfir skólastjóra í krafti ráðherrastöðu sinnar.
Hvernig myndu ráherrar lifa á þessum smánar bótum? – Sumir ráðherrar verða atvinnulausir fyrr en þá grunar!

Inga Sæland er með 2.487.072 kr. í laun á mánuði auk allra fríðinda á meðan Örorkulífeyrir er 335.128 krónur á mánuði fyrir skatt án heimilisuppbótar og atvinnuleysisbætur eru 364.895 krónur á mánuði fyrir skatta og gjöld miðað við 100% bótarétt. Leiga í landinu er um og yfir 300.000 – 500.000 kr.
Þingmenn og ráherrar hafa ofan á föst ofurlaun sín: Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 194.300 kr. Álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu: 77.700 kr. og Húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs: 64.700 eða samtals 336.700 kr. til að borga sinn húsnæðiskostað. Eða jafn háa fjáhæð og við eigum að lifa á! Já, sumir eru jafnari en aðrir!
Hvernig myndu ráherrar lifa á þessum smánar bótum sem þeir telja að nægi öðrum? Inga Sæland hefur ekki lofað neinu um að hækka þessar smánarupphæðir en það geta jú allir orðið án vinnu í lengri eða skemmri tíma.
Sumir ráðherrar verða m.a.s. atvinnulausir fyrr en þá grunar, þegar þeir hafa svikið sína atvinnurekendur, sem erum við, fólkið í landinu, kjósendur! Ekki gleyma því !
Starfslokauppgjör Ragnars hjá VR nam um 10.2 milljónum króna en hann fékk greiddar 1.856.217 krónur fyrir störf sín sem þingmaður um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór kaus eins og Inga Sæland, að hirða til sín þessa háu fjárhæð og nóta bene, hjón með um fjórar milljónir á mánuði hafa ekkert með neyðarsjóð að gera. Slíkan neyðarsjóð þyrftu hins vegar þeir sem lægstu launin og bæturnar hafa og skrimta. Hví telur þetta fólk að það sé nóg fyrir það fólk sem Flokkur fólksins segist vera að vinna fyrir á þingi, hafi um tífalt minna til ráðstöfunar um hver mánaðarmót? Það væri fróðlegt að fá svar við þessu opna bréfi!
Flokkur fólksins er orðinn að Elítuflokki og Fílabeinsturninn er svo hár að úr honum er ekki hægt að koma auga á okkur smælingjana sem þó lögðum á okkur að mæta á kjörstað og merkja við ofangreinda riddara Flokks fólksins með von í hjarta um breytta tíma, sem nú er brostin.
Laun og álagsgreiðslur þingmanna
Ráðherra- og þingfararkaup: 2.487.072
Forseti Alþingis: 2.487.072
Þingfararkaup: 1.525.841
Álagsgreiðslur:
Formaður flokks sem ekki er ráðherra: 762.921
Varaforsetar Alþingis: 228.876
Formenn þingflokka: 228.876
Formenn nefnda: 228.876
1. varaformenn nefndar: 152.584
2. varaformenn nefndar: 76.292
Fastur ferðakostnaður í kjördæmi: 43.500
Fastur starfskostnaður: 58.000
Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla: 194.300
Álag á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslu: 77.700
Húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs: 64.700
Tilgetin laun þingmanns
Þingmaður sem einnig er einn varaforseta Alþingis og þiggur allar greiðslur sem hann á rétt á samkvæmt búsetu og öðrum forsendum sem tíundaðar eru að ofan fær þá greidd laun og álag með eftirfarandi hætti:
1.525.841 í þingfararkaup
228.876 sem varaforseti Alþingis
43.500 í fastan ferðakostnað í kjördæmi
58.000 í fastan starfskostnað
194.300 í húsnæðis- og dvalarkostnað
77.700 í álag á húsnæðis og dvalarkostnað vegna nauðsyn þess að halda tvö heimili
64.700 í húsnæðis- og dvalarkostnað vegna heimanaksturs
2.192.917 krónur alls