Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í fjölbýlishúsi í Vallakór í Kópavogi í morgun, en tilkynnt var um skotvopn í íbúð í húsinu á áttunda tímanum í morgun.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi, en það voru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem handtóku mennina.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.