Stórsigur að 10% fólksins í landinu átti sig á allri spillingunni á Íslandi
Fréttatíminn ræddi við Guðmund Franklín Jónsson, forsetaframbjóðanda rétt í þessu, og sagði hann kosningabaráttuna hafa verið stutta og snarpa orrustu, þar sem allir stærstu fjölmiðlarnir voru á móti framboðinu, leynt og ljóst ásamt ESB klíkunni. Þjóðin fékk það sem hún kaus og það er það sem hún fær nú. Nú verður Guðni að fara að standa sig og með þjóðinni en tíminn verður að leiða í ljós hvernig hann muni standa sig í embættinu hér eftir.
Aðspurður um fyrstu tölur, sagði Guðmundur Franklín að sér sýndist þetta vera að meðaltali um eða yfir 10% fylgi og enn ætti eftir að telja fleiri atkvæði og það væri stórsigur miðað við þann mótbyr sem að ofan greinir en ef þetta væru Alþingiskosningar, þá mundi þetta teljast frábært fylgi í því samhengi.
Þá hitti Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi fréttamann Rúv við gömlu rafstöðina í Elliðarárdal fyrr í kvöld, vegna þess að sú staðsetning minnti á orkumál og spillinguna varðandi Orkupakkamálin.
Guðmundur Franklín Jónsson þakkaði öllum kjósendum og þeim sem unnu fyrir sig kærlega fyrir og sagði að hvert atkvæði sem hann hefði fengið, hefði verið atkvæði gegn spillingunni á Íslandi. Hann hefði lagt hjarta sitt, sál og krafta fyrir Íslendinga til þess að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar, hann væri maður fólksins og þjóðarinnar allrar en ekki fárra útvaldra. En meirihluti þjóðarinnar hefur nú kosið að velja annað, eins og nú liggur fyrir, og þjóðin fái þá það sem það kýs og verði að una og lifa við það, án öryggisventils.
Þá sagði hann að hann hefði verið með alla fjölmiðlina nánast í landinu á móti sér og það þyrfti ekki annað en fara yfir þá, síðastliðinn mánuð til þess að sjá það.
Þá hefur komið fram á stuðningsmannasíðu Guðmundar Franklíns að óvenju vel liggi á fréttafólki Rúv, vegna úrslitanna og þá sé haldin dýr veisla á Grand Hótel en ekki liggi fyrir hver greiði fyrir þau veisluhöld. Þá biðja ófáir fylgismenn Guðmundar Franklíns Jónssonar, guð að blessa Ísland eftir þessi úrslit. Ljóst er að fólk sem trúði á breytingar á Íslandi er bæði sárt og reitt yfir niðurstöðu kosninganna en eins og í öllum lýðræðisríkjum er það meirihlutinn sem ræður.