,,Við erum að byrja að veiða“ sögðu þær Irma og Sigurrós við Hreðavatn í Borgarfirði í dag, en margir fóru að veiða með fjölskyldunni um helgina. Veiðimenn fóru í Langavatn í Borgarfirði og fengu einhverja veiði.
Bjarni Már Svavarsson fór með syni sínum sem er 14 ára í Frosastaðavatn og höfðu þeir gaman að veiðinni þar. Sonurinn skemmti sér konunglega enda veiddi hann um 20 fiska og missti annað eins. En það þarf að grisja vatnið ennþá meira, því það er ofsetið. Ármenn hafa verið duglegir að grisja vatnið og fara þangað og veiða illa haldinn fisk.
Í Hrafravatni hafa veiðimenn verið duglegir að veiða á öllum aldrei, líka í Meðalfellsvatni og Þingvöllum. Allir geta veitt með flugu, spúni og með maðki og flotholti, þá er tilgagnum náð.
Discussion about this post