Hugleiðingar veðurfræðings
Skammt suðaustur af landinu er hægfara lægð, sem beinir norðlægum vindum yfir landið, yfirleitt fremur hægum. Úrkomusvæði lægðarinnar þokast yfir austanvert landið og rignir því á þeim slóðum. Bjart með köflum og yfirleittt þurrt vestanlands. Áfram milt veður að deginum, einkum syðra. Lægðin þokast austur á morgun og kemur ekki meira við sögu, en vindur verður vestlægari og birtir víða til. Önnur lægð nálgast annað kvöld af Grænlandshafi og fer að rigna á Vestfjörðum um kvöldið. Suðlæg átt og víða vætusamt dagana þar á eftir, en spáð er úrhellisrigningu á sunnanverðu landinu á laugardag.
Áfram má reikna með gosmóðu víða á Reykjanesskaga og viðkvæmum því bent á að forðast áreynslu utandyra. Spá gerð: 28.08.2024 06:28. Gildir til: 29.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 3-10 m/s og víða dálítil rigning eða súld í dag, en skýjað með köflum og þurrt að mestu vestantil. Hiti 8 til 13 stig, en heldur svalara norðanlands.
Vestlægari á morgun og léttir víða til, en dálítil væta fram yfir hádegi á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig. Þykknar upp vestanlands annað kvöld.
Spá gerð: 28.08.2024 09:50. Gildir til: 30.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Sunnan 5-13 m/s, en 10-18 norðvestanlands. Súld eða rigning, einkum norðvestantil, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag:
Sunnan 10-18 og víða talsverð rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hægari og dregur úr vætu síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Sunnan og suðaustanátt með rigningu, einkum sunnan- og suðvestanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á mánudag:
Sunnanátt og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt og smá skúrir á víð og dreif.
Spá gerð: 28.08.2024 07:41. Gildir til: 04.09.2024 12:00.