Samtökin Hróshópurinn og Raddir fólksins heiðruðu Jóhannes Stefánsson fyrir uppljóstranir hans í Samherjamálinu s.l. laugardag. Athöfnin hefur vakið mikla athygli fyrir utan landsteinana, þá sérstaklega í Namibíu en blaðið The Namibian fjallar ítarlega um málið í nokkrum greinum. „Við erum að taka þetta mál alla leið, alveg sama hvað gerist, þá munum við aldrei hætta að berjast fyrir því að allir verði afhjúpaðir í þessu máli og réttlætinu verði fullnægt fyrir namibísku þjóðina.
Sem að lokum mun leiða til breytinga til hins betra fyrir almenning, betra samfélag og meira jafnræði, “sagði Jóhannes Stefánsson m.a. í ræðu sinni. Þá segir hann að það hefðu verið gerðar nokkrar tilraunir til að myrða sig, þar á meðal með því að eitra fyrir honum.
„Ég var heppinn að hitta rétta rannsóknaraðila sem gættu þess að halda öllu eins leynilegu og mögulegt var, þar til sagan var gerð opinber á síðasta ári. Það eru aðeins fáir útvaldir rannsakendur sem ég hef verið í sambandi við síðustu tvö árin og ég þakka þeim kærlega fyrir samstarfið. Þeir hafa verið mjög faglegir og gætt öryggis míns eins og kostur var,“ sagði hann.
Sýnt var beint frá viðburðinum á Facebooksíðu félagsins og hægt er að horfa á viðburðinn hér að neðan: Hróshópnurinn og Raddir fólksins eru samtök sem eru þekkt fyrir að hafa staðið fyrir laugardagsmótmælunum í kjölfar hrunsins og fyrir að heiðra einstaklinga og framlög þeirra í þágu betra samfélags.
https://www.facebook.com/151274784926770/videos/367290034447248