-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Mikill eldur logar í Fagradalsbraut 7

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Eldur logar nú í Fagradalsbraut 7 á Egilsstöðum, þar sem verslunin Vaskur er til húsa. Um talsverðan eld er að ræða. Íbúar í nágrenninu eru beðnir um að loka gluggum á húsum sínum. Unnið er að því að hefta eldinn og koma í veg fyrir að hann dreifist.

Talsvert er um tækjabúnað á vettvangi og aðliggjandi götum verið lokað. Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði og skilning. Lögreglan á Egilsstöðum er með dróna á lofti til aðstoðar við slökkvistarf á Egilsstöðum. Hún biður aðra vinsamlegast um að vera ekki með dróna á lofti nálægt vettvangi meðan slökkvistarf stendur yfir.