Nú er 116 ára sögu hafnfirskrar rafveitu lokið með fyrirætlan núverandi meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með ákvörðun um sölu á síðasta hluta Rafveitu Hafnarfjarðar (sem heitir HS-veitur á pappírunum).
Og nú selt skal á hrakvirði. Hvorki borin virðing fyrir sögulegu samhengi hlutanna né heldur að fá fyrir hlutinn verð sem endurspeglar verðmæti þessa orkuveitufyrirtækis þar sem einungis blasa við stórkostleg tækifæri til verðmætaaukningar.
Kusu Hafnfirðingar um sölu á þessum innviðum hafnfirskra fyrirtækja í kosningunum 2018? Hvergi er það að finna í stefnu flokkana sem buðu fram í Hafnarfirði – Fjarri því og sér í lagi í HS-Veitum (gömlu Rafveitunni) enda svo fráleit hugmynd að engum datt slíkt í hug.
Þetta eru með döprustu tímum í sögu Hafnarfjarðar í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
MYND: Fríkirkjan í Hafnarfirði. Fyrsta raflýsta kirkjan. Þá tóku krikjugestir með sér perur að heiman til að lýsa kirkjuna og slökktu ljósin heima hjá sér til að nægt rafmagn væri til lýsa kirkjuna. Upphafið er rafveita Jóhannesar Reykdal – Fyrsta almenningsrafveitan.