Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 05:00 til klukkan 17:00. Þegar þetta er ritað gista 3 í fangaklefa. Alls eru 60 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
- Tilkynnt um skemmdarverk í hverfi 101, tveir aðilar að rífa skráningarnúmer af bifreiðum, númeraplöturnar fundust svo á víð og dreif, gerendur ókunnir
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 105, gerandi ókunnur
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 108, ekið á mann á hlaupahjóli, fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar, kvartaði um verki í baki
- Ökumaður stöðvaður í hverfi 103 fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi, afgreitt með sekt
- Ökumaður stöðvaður í hverfi 108 fyrir of hraðan akstur 116/80, afgreitt með sekt
- Almennt eftirlit og aðstoð
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 220, þrír fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku, ekki vitað um meiðsli
- Tilkynnt um eld í íbúð í hverfi 210, ekki vitað um skemmdir
- Tilkynnt um húsbrot í hverfi 220, ein kona handtekinn á vettvangi og vistuð í fangageymslu sökum ástands
Umræða