Enn eru tafir á Hafnarfjarðarvegi og Kringlumýrarbraut. Röðin nær enn í Hafnarfjörð. Unnið að því að fjarlægja ökutæki á Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi. Aðrar stofnbrautir að mestu komnar í eðlilegt horf varðandi umferð. Slæm aksturskilyrði eru þó enn fyrir hendi.
Mikill þungi umferðar er enn á Hafnarfjarðarvegi og Kringlumýrarbraut. Lögregla er enn að vinna í því að koma umferðinni af stað nærri Bústaðavegi. Flughálka er komin á stofnbrautir á höfuðborgarsvæðínu. Lögregla írekar enn að eigendur ökutækja sem eru á sumarhjólbörðum haldi sig heima.
Miklar örtraðir eru við hjólbarðaverkstæðin í borginni og mjög langar biðraðir eru við þessi verkstæði og það er farið að valda töfum í umferðinni þ.á.m. á stofnbrautum. Lögregla er að hefja vinnu við að vísa fólki frá þar sem raðir ná út á stofnbrautir.
Lögreglan beinir sjónum sínum að stofnbrautakerfinu og er að leggja áherslu á að halda því opnu. Þegar þessi orð eru rituð þá eru tæki að fara á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg til að fjarlægja vanbúin ökutæki sem stöðva stóran part af þeirri umferð sem þar er á leið til Reykjavíkur. Þessi ökutæki valda því að bílaraðir ná enn til Garðabæjar. Einnig er verið að kalla til dráttarbílaþjónustur til að fjarlægja þessi ökutæki af stofnbrautunum.

