Slökkvilið hefur verið kallað til vegna elds í fjölbýlishúsi í Ljósheimum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins virðist hafa kviknað í í eldhúsi í íbúð í húsinu.
Ekki er ljóst hve mikill eldur er í húsinu en búið er að rýma hluta þess en ríkisútvarpið greindi fyrst frá brunanum ásamt myndum frá vettvangi.
Umræða

