Maður finnur sig mjög velkominn á stílhreina og þægilega veitingastaðnum ,,Hjá Jóni“ á hinu glæsilega Iceland Parliament hóteli við Austurvöll.
Staðurinn býður upp á glæsilegan og bragðgóðan jólamat á matseðli sem og vel út látið jólahlaðborð þessa dagana.
Það er alveg hægt að segja að á veitingastaðnum Hjá Jóni fái bragðlaukarnir ævintýralega upplifun. Þar sem mætast hágæða hráefni og alþjóðlegir straumar í matargerð ásamt sérvöldum vínum og úrvali kokteila sem hristir eru saman á hinum skemmtilega Telebar.
Frábært og spennandi úrval er á matseðlinum og Dögurður Hjá Jóni er einnig mjög girnilegur og betra er að panta borð með fyrirvara.
Fréttatíminn heimsótti staðinn á dögunum og gefur staðnum fyrstu einkunn fyrir veitingar og þjónustu sem og veitingastaðinn í heild sinni.
Það er í raun sama hvert tilefnið er, veitingahúsið hentar vel við öll tækifæri.
Hátíðarstemning á veitingastaðnum Hjá Jóni restaurant
Það er erfitt að velja á milli, hvort eigi að fara í jólahlaðborð eða velja mat af matseðli. Niðurstaðan varð sú að mæta á jólahlaðborðið sem er í Sjálfstæðissalnum.
Það var góð ákvörðun, vegna þess að salurinn er glæsilegur og kokkarnir sem stóðu við hlaðborðið sem svignaði undan öndvegis jólamat, buðu upp á allt það besta sem hægt er að finna á einu jólahlaðborði.
Gestir skemmtu sér vel og lifandi tónlist var á sviði á meðan borðhaldi stóð, vinahópar og starfsmenn fyrirtækja sátu saman á borðum sem og fjölskyldur. Það var setið á hverju borði og stemmingin var frábær. Jólaball var svo haldið eftir matinn.
Hátíðarstemning á veitingastaðnum Hjá Jóni restaurant
Veitingahúsið leggur mikinn metnað í bæði þjónustu og þær veitingar sem boðið er upp á. Hægt er að velja um marga kosti þegar pantað er borð nú fyrir jólin:
- 4 rétta hátíðarseðill
Jólapinnaseðill
Jólahlaðborð og Jólaball
Aðfangadags- og gamlársseðill
Jóladagsseðill
Jóladögurður
Á veitingastaðnum, Hjá Jóni er sannarlega hægt að segja að um er að ræða veitingastað sem hefur allt upp á að bjóða sem er eftirsóknarvert fyrir gesti, sama hvert tækifærið er.
Myndir veitingahússins sem eru á Facebook og Instagram gefa góða mynd af því sem er í boði. Einnig er hægt að skoða nokkrar myndir hér neðar á síðunni.
Frábær staðsetning – rólegt umhverfi
Veitingahúsið Hjá Jóni er staðsett í hjarta Reykjavíkur við Thorvaldsensstræti 2, beint á móti styttunni af Jóni forseta.
Við mælum mjög mikið með þessu einstaka veitingahúsi sem býður upp á fjölbreytta rétti á matseðli og einnig frábæran jólamat í þessum mánuði.
Best er að panta borð með ágætum fyrirvara.
Hvort sem það er fyrir einstaklinga eða hópa, til að vera öruggur um að það séu laus borð það kvöldið.
Hægt er að skoða fleiri myndir á vefnum Hjá Jóni