Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum er í þróun. Lyfið virðist hægja á sjúkdómnum. Alzheimers-sjúkdómur hefur áhrif á heilann. Heilinn hættir að starfa rétt ef fólk fær sjúkdóminn. Það er ekki til lyf sem læknar alzheimers-sjúkdóminn. Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um málið.
Núna er verið að rannsaka nýtt lyf. Lyfið virðist hægja á alzheimers-sjúkdómnum. Það getur þýtt að fólk verði ekki eins veikt af sjúkdómnum. Það er ekki enn hægt að fá lyfið. Það er verið að þróa lyfið og rannsaka það.