Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum er í þróun. Lyfið virðist hægja á sjúkdómnum. Alzheimers-sjúkdómur hefur áhrif á heilann. Heilinn hættir að starfa rétt ef fólk fær sjúkdóminn. Það er ekki til lyf sem læknar alzheimers-sjúkdóminn. Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um málið.
Núna er verið að rannsaka nýtt lyf. Lyfið virðist hægja á alzheimers-sjúkdómnum. Það getur þýtt að fólk verði ekki eins veikt af sjúkdómnum. Það er ekki enn hægt að fá lyfið. Það er verið að þróa lyfið og rannsaka það.
Steinunn Þórðardóttir er öldrunar-læknir vonar að lyfið komi fljótt á markað. Fyrst þarf samt að rannsaka hvort það eru auka-verkanir með lyfinu. Auka-verkanirnar geta til dæmis verið blæðingar í heilanum og bólga í heilanum. Auka-verkanirnar geta verið hættulegar. Þess vegna þarf að rannsaka þær vel.
Hér er hægt að lesa meira um alzheimers-sjúkdóminn.
Umræða