Skattframtöl Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verða gerð opinber á föstudag. Allsherjarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fékk framtölin í hendurnar fyrr á árinu vegna rannsóknar á störfum forsetans fyrrverandi.
Framtölin eru frá árunum 2015 til 2022 en Donald Trump var fyrsti forsetinn í um fjóra áratugi sem gerði skattframtöl sín ekki opinber. Þingmenn Demókrataflokksins leituðu til dómstóla til þess að fá framtölin í hendurnar, og stóðu í lagalegu stappi við Trump í nærri fjögur ár.
Umræða