Helstu fréttir lögreglu samkvæmt dagbók síðasta sólarhing eru þessar:
Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær
- Lögregla sinnir umferðarslysi þar sem ein bifreið var óökufær og dregin af vettvangi. Ekki slys á fólki
- Tilkynnt um aðila sem var staðsettur inni í verslun í hverfi 101 að henda vörum í búðinni. Þegar lögregla kemur á vettvang var aðilinn farinn.
- Umferðarslys í hverfi 105, eignatjón en ekki slys á fólki.
- Tilkynnt um afbrigðilega hegðun aðila sem hefur hægðir í húsasundi í hverfi 108 í tvígang. Lögregla fer á vettvang og staðsetur hægðir geranda, aðilinn þó hvergi sjáanlegur.
- Tilkynning barst um yfirstandandi innbrot í miðborginni. Lögregla fer á vettvang og handtekur tvo aðila, grunaða um innbrot/þjófnað. Gista nú í fangaklefa á meðan á rannsókn stendur.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
- Tilkynnt um árekstur og afstungu. Þar sem bifreið tjónast en sem betur fer slasaðist enginn. Lögregla hefur upp á tjónvaldi sem viðurkenndi brotið. Skýrsla rituð.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Lögregla fer á umferðaróhapps, eignatjón en ekki slys á fólki.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem tveir ökumenn voru fluttir með sjúkrabifreið. Tvö ökutæki fjarlægð af vettvangi.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 271, eignatjón og slys á fólki.
Umræða