,,Við ætlum að kíkja upp í Borgarfjörð um helgina og dorga, staðan er allt önnur núna en fyrir tveimur vikum. Ísinn er orðinn vel þykkur,, sagði dorgveiðimaður sem ætlaði að skoða stöðuna, fara á sleðann sinn og hafa stöngina og hrognin með í poka.
,,Já ísinn er orðinn þykkur, 5 til 10 stiga frost síðustu daga og þá er ísinn meira en í lagi við þær aðstæður. Við sjáum síðan hvort fiskur fæst til að taka það verður allavega reynt, fín spá um helgina,, sagði veiðimaðurinn ennfremur um stöðuna.
Veiðimenn hafa eitthvað verið að dorga, ísinn er góður og veðurspáin fín á stórum hluta landsins. Það er um að gera að reyna útiveran er frábær og einn og einn fiskur léttir lundina núna á þessum skrítnu tímum.
Mynd. Fallegur fiskur á dorg.