Aldrei hafa fleiri verið með Covid-19 hér á landi. Covid göngudeildin hefur nú eftirlit með yfir tíu þúsund manns. Nýjar takmarkanir tóku gildi á miðnætti. Fjallað er um málið á rúv.is Í gær greindust tæplega tólf hundruð með COVID-19, sem er svipaður fjöldi og í fyrradag. Þar af var rúmur helmingur í sóttkví við greiningu. Sautján til viðbótar greindust við landamærin. Líkt og venjan er um helgar eru þetta bráðabirgðatölur og frekari upplýsingar fást ekki fyrr en á mánudag.
Tíu þúsund eitt hundrað og sex eru nú með veiruna og undir eftirliti Covid göngudeildarinnar, þar af eru tæplega þrjú þúsund og þrjú hundruð börn. Aldrei hafa fleiri verið með veiruna frá upphafi faraldursins og talan hefur ekki áður farið yfir tíu þúsund, að því er fram fram á vef Landspítala.
Á miðnætti tóku gildi nýjar samkomutakmarkanir. Fimmtíu mega koma saman og rýmkað hefur verið fyrir ýmissi atvinnustarfsemi. Stefnt er að þvi að aflétta öllum samkomutakmörkunum um miðjan mars. Stjórnvöld og sóttvarnalæknir telja að endir faraldursins sé í augsýn.
Fjallað er nánar um málið á rúv.is, sjá: Hér