Mokveiði hefur verið frá áramótum hjá minni línubátum. Fyrr í mánuðinum var heimsmet líklega slegið þegar lítill línubátur landaði 43 tonnum í einum róðri. Mjög vænn og verðmikill þorskur er á miðunum og góð veiði.
Að sögn Aflafrétta er ennþá mjög góð veiði og núna eru níu bátar komnir yfir 100 tonn í febrúar
Margrét GK var með 33 tonn í tveimur róðrum og heldur toppsætinu. Daðey GK er með 44 tonn í þremur róðrum. Jón Ásbjörnsson RE, landaði 28 tonnum úr tveimur róðrum og Lilja SH 50 tonnum í fjórum róðrum og þar af 18,2 tonn í eini löndun
Þá var Austfirðingur SU með 28,5 tonn í þremur róðrum og Brynja SH 26,4 tonn. Bíldsey SH landaði 24 tonnum eftir tvo róðra og Geirfugl GK 20,1 tonnum eftir fjóra róðra. Hér að neðan má sjá samantekt Aflafrétta á tíu efstu bátunum.
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Mest | veiðarfæri | Höfn | ||
1 | Margrét GK 33 | 163.6 | 10 | 19.0 | Lína | Sandgerði | ||
2 | Daðey GK 777 | 134.5 | 14 | 12.9 | Lína | Sandgerði | ||
3 | Jón Ásbjörnsson RE 777 | 128.2 | 9 | 16.6 | Lína | Þorlákshöfn | ||
4 | Sævík GK 757 | 114.9 | 8 | 22.8 | Lína | Þorlákshöfn | ||
5 | Lilja SH 16 | 114.7 | 8 | 18.2 | Lína | Rif | ||
6 | Eskey ÓF 80 | 113.1 | 9 | 18.9 | Lína | Þorlákshöfn, Akranes | ||
7 | Litlanes ÞH 3 | 108.8 | 10 | 13.0 | Lína | Bakkafjörður | ||
8 | Austfirðingur SU 205 | 104.7 | 10 | 15.2 | Lína | Breiðdalsvík, Hornafjörður | ||
9 | Hrefna ÍS 267 | 100.9 | 10 | 16.3 | Lína | Suðureyri | ||
10 | Óli á Stað GK 99 | 99.2 | 8 | 18.1 | Lína | Grindavík, Sandgerði, Þorlákshöfn |
Auglýsing – https://arnfjord.uk/
Umræða