8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Lögreglan telur að lausnin á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen komi fram

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan telur að gátan leysist

Tveimur og hálfu ári eftir að Anne-Elisabeth Hagen hvarf, telur lögreglan að lausn sé að koma fram. Nýjar upplýsingar gefa von. Nú vantar aðeins síðustu svörin í rannsókninni sem munu varpa heildarmynd á málið.

Kannski tók það aðeins nokkrar mínútur að láta hana hverfa sporlaust. En það hefur tekið mánuði og ár að reyna að átta sig á því hvernig það gerðist. Lögreglan er enn að reyna að púsla saman mynd  úr mörgum brotum sem verður að lokum svo skýr að hún veitir svarið við því, hvað kom fyrir Anne-Elisabeth Hagen 31. október árið 2018.

Nýjar upplýsingar hafa nýlega borist lögreglunni. Kannski munu þær veita lausn á ráðgátunni?

,,Við eigum enn eftir að búa til heildræna mynd af því sem gerðist, með viðeigandi rannsóknum, sem við teljum að geti leitt okkur að lausninni“ segir saksóknarinn Gjermund Hanssen við Dagbladet í Noregi.

Tom Hagen og Anne-Elisabeth

Frá því í maí í fyrra hefur hann unnið fulla vinnu með Lørenskog-málinu. Það er um ári síðan og í lok ágúst tók hann einnig við starfi saksóknara. Þá voru þegar liðnir fjórir mánuðir síðan milljarðamæringurinn Tom Hagen var handtekinn og ákærður fyrir morðið eða hlutdeild í morðinu á konu sinni.

Eftir tíu daga gæsluvarðhald var milljarðamæringnum sleppt úr fangelsi. Síðan þá hafa margir haft það á tilfinningunni að störf lögreglunnar séu í öngstræti.  Allt of mörgum spurningum sé enn ósvarað um að lausn muni nokkurn tíma finnast á málinu. ,,En við erum að vinna að flóknu og krefjandi máli sem við teljum að sé möguleiki að leysa. Upplýsingar sem við fáum reglulega, bæði úr yfirheyrslum, tæknigreiningum og svo framvegis, eru settar í tímalínuna sem við höfum og stuðla að nýjum uppgvötunum í málinu,“ segir Hanssen.

Gjermund Hanssen

Gagnrýnin hefur þó verið hörð í rannsóknarferlinu, bæði frá lögmanni Tom Hagens, Svein Holden og frá börnum ,,milljarðamæringa hjónanna.“ Ekki aðeins vegna þess að rannsóknin hefur tekið langan tíma, einnig hafa ásakanir lögreglu um tregðu af hálfu Hagen sjálfs um samvinnu verið umdeild.

Sporin sem eftir voru í Sloraveien eftir að Anne-Elisabeth hvarf, voru mörg. Síðan þá hefur nokkrum niðurstöðum verið bætt við málið. Flutningur bitcoin rafmynta greiðslna, þúsundir klukkustunda rannsóknir á eftirlitsmyndböndum og fjárkúgunartölvupóstur er aðeins hluti af því sem lögreglan hefur þurft að vinna að.

Engu að síður fullyrðir lögreglan að Tom Hagen sjálfur, sé sekur um andlát konu sinnar í einni eða annarri mynd. Þá segir hann að ákvörðun héraðsdóms um að Tom Hagen væri látinn sæta gæsluvarðhaldi hafi verið rétt. En ákvörðun áfrýjunardómstólsins um lausn hans, hafi verið röng.

Tilgátan um að Anne-Elisabeth hafi verið rænt hefur ekki enn verið hrakin. Hann vill þó ekki gefa nákvæma lýsingu á kenningum lögreglu um áætlaða atburðarás eða upplýsa um mikilvægar upplýsingar. Við teljum slys, sjálfsvíg og sjálfviljugt hvarf mjög ólíklegt. En til viðbótar morðtilgátunni erum við enn að vinna með mannránstilgátuna, segir lögreglumaðurinn án þess að vilja fjölyrða frekar um smáatriði.

Gífurlegt magn af efni sem lögreglan hefur safnað í rannsókninni hefur gefið von um skýringar. ,,Við eigum von á því að með svo miklu efni sé erfitt að ímynda sér að svarið sé ekki til staðar einhvers staðar. En málið hefur þegar kostað tugi milljóna norskra króna í aukafjárveitingu einni saman. Málið hefur verið mjög umfangsmikið og mörg þúsund klukkustundir farið í það hjá lögreglunni“

Tom Hagen hefur neitað að mæta í nýjar yfirheyrslur hjá lögreglunni síðan í sumar og samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi hans, hefur hann ekki í hyggju að mæta, nema nýjar upplýsingar komi fram í málinu. Í febrúar lýsti verjandi Hagens því yfir að hann reiknaði með að málið yrði fellt niður gagnvart skjólstæðingi sínum.

Meðal nýjustu upplýsinga sem hafa borist eru greiningar á svonefndu hótunarbréfi sem fannst í einbýlishúsinu í Sloraveien daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Fimm blaðsíðna bréf skrifað á lélegri norsku. Bréfið innihélt bæði peningakröfu um lausnargjald sem og hótanir gegn nafngreindum fjölskyldumeðlimum.

Nýlega tilkynnti lögreglan að nýjum greiningum á bréfinu væri lokið. Í skýrslunni kom fram að sá eða þeir sem skrifuðu bréfið, séu norskir. Nú vonast lögreglan eftir fleiri niðurstöðum sem geta fleytt þeim áfram með málið. ,,Við erum að vinna að rannsóknum á nokkrum hlutum, til dæmis rannsökum við staðsetningu fólks á tilteknum tímum, sem eiga erindi í rannsókninni á málinu og setjum þannig saman tímalínu,“ útskýrir Hanssen.

Þá erum við að rannsaka skóför á vettvangi, en um er að ræða skó tengda vörumerkinu ,,Sprox.“ Sama gildir um greiningar á strimlum frá verslunni Biltema sem og umslagi og bréfsefni frá versluninni Clas Ohlson sem hótunarbréfið var skrifað á. þá erum við einnig að skoða til dæmis símatalaskrá og önnur rafræn gögn sem geta hjálpað til við að sannreyna upplýsingar. Við skoðum mögulegan undirbúning, framkvæmd og aðgerðir þeirra sem standa að baki hvarfinu með öllum tiltækum hjálpartækjum og með langtíma sýn á atburðarrásina, ekki bara í kringum dagsetninguna 31.10.2018,“ segir Hanssen að lokum.