Tvær ofurölvi konur voru handteknar í gærkvöld, önnur fyrir líkamsárás en hin fyrir að tálma störf lögreglu. Nágranni hafði bankað hjá konunum vegna hávað frá íbúð þeirra og beðið húsráðanda að minnka hávaðann. Þá hafði húsráðandi ráðist á manninn og m.a. klórað hann. Er lögregla kom á vettvang var konan ( árásaraðili ) handtekin og síðan vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Hin konan reyndi að tálma störf lögreglu og var einnig handtekin en leyft að fara heim að loknu viðtali.
Þá voru höfð afskipti af ofurölvi manni með reiðhjól við Nýbýlaveg og var hann handtekinn, grunaður um þjófnað og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Nokkrir voru handteknir vegna meints vímuefnaaksturs í nótt, fíkniefna- og ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu.