3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir frædd um hverjir stjórna Íslandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 Áhrif sérhagsmunaafla er vandamál á Íslandi 

Íslandi er stjórnað af hagsmunahópum, sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á dögunum og undir þetta tekur Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, í Kastljósi í gærkvöld. „Já, það er enginn ágreiningur milli mín og Ásgeirs um þetta.“ Sagði Gylfi.

Deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið harkaleg sérhagsmunabarátta

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni að hefði hún sjálf tekið umrætt viðtal við Ásgeir Jónsson hefði hún beðið um dæmi um hagsmunahópa sem hefðu mikil völd. Gylfi nefnir dæmi: „Það er auðvitað erfitt að telja þá alla upp en það er auðvitað ekki hægt annað en að horfa sérstaklega til deilnanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og útgerðarinnar, og deilnanna um auðlindagjaldið. Það er auðvitað mjög skýrt dæmi um mjög harkalega sérhagsmunabaráttu. Og það væri þá kannski fyrsta dæmið sem kæmi upp í hugann, en auðvitað eru þau miklu fleiri.“

Nánar er hægt að fræðast um málið á rúv.is 

Gerspillt óligarkasamfélag þar sem peningavaldið fer sínu fram með ofbeldi