Um níuleitið í gærkvöld, var tilkynnt til lögreglu um líkamsárás í Hafnarfirði. Maður hafði ráðist á nágranna sinn en ekkert er bókað um áverka. Árásaraðilinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Árásaraðilinn er einnig grunaður um framleiðslu / ræktun fíkniefna og voru plöntur haldlagðar.
Um sama leiti var einnig tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi þar sem maður réðst á konu og veitir henni áverka. Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki vitað um áverka. Árásaraðilinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglunnar.
Umræða