Stríð milli stétta á vinnumarkaði
Alþýðusamband Íslands – ASÍ, auglýsir ennþá á internetinu, slagorð sem að hafa verið fordæmd af aðildarfélögum þess. Skorað var á Gylfa Arnbjörnsson að hætta birtingu á auglýsingunum sem að voru sagðar ekki þjóna launafólki fyrir bættum kjörum. Þar sem að fólk væri beinlínis varað við því að reyna að ná fram bættum kjörum. Gylfi Arnbjörnsson heldur áfram birtingu auglýsinganna í dag og það er ljóst að það ríkir stríð innan launþegahreyfinga og í gær var lýst yfir samhljóða vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson
www.facebook.com/althydusambandid/videos/1755891647862512/?t=3
Í texta auglýsingarinnar segir m.a. ,,Lægstu laun eru hvergi í nágrannalöndunum jafn nálægt meðallaunum og á Íslandi. Við viljum auka kaupmátt meðllauna í landinu en við viljum fyrst og síðast bæta hag þeirra sem minnst bera úr býtum en vinna oft verðmætustu störfin. Til þess þarf órofa samstöðu á meðal okkar allra.“
Auglýsingar sem þessi hafa verið harðlega gagnrýndar og skorað var á Gylfa Arnbjörnsson hjá ASÍ að hætta að birta þær þar sem að þær væru ekki í takti við áherslur í kjaramálum. Auglýsingarnar voru túlkaðar á þann veg að verið væri að beina því til þeirra lægst- og meðal launuðu að sætta sig við þau laun sem þeim væru skömmtuð á meðan að aðrir tekjuhópar fengu % hækkarnir sem að námu m.a. einum, tveimur eða fleiri lágmarkslaunum ofan á ofurlaun. Það er ljóst skv. yfirlýsingum að framundan er stríð milli stétta og það stríð er bara rétt að byrja.
Orustan við Gylfa Arnbjörnsson mun fljótlega taka enda ef fram heldur sem horfir en búið er jafnframt að lýsa yfir stríði gegn ríkisstjórninni þar sem að verkfallsvopnum verður beitt og búið er að vara forsætisráðherra við því stríði. En eins og ferskt er í minni, svaraði Katrín Jakobsdóttir þeirri stríðsyfirlýsingu fullum hálsi þann 1.maí s.l. en í umræðunni undanfarið hefur verið mikið fjallað um veika stöðu hennar og m.a. bent á að hún hefði átt að segja af sér og að ríkisstjórnin ætti að fara frá eftir slæma útreið VG í kosningunum.
Halldór Ásgrímsson heitinn, sagði af sér þegar að hann var forsætisráðherra og hlaut sambærilegt afhroð í kosningum og VG um helgina. Launafólk treystir ekki VG eins og t.d. flokkur fólksins hefur ítrekað bent á og m.a. bent á að orð og efndir forsætisráðherrnast séu í engu samræmi, fyrir og eftir kosningar en þá gagnrýndi Katrín, Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra fyrir aðgerðarleysi gagnvart kjaramálum hjá launafólki. Launabilið hefur líklega aldrei verið jafn mikið milli stétta og það er nú og það á vakt VG og hefur það verið harðlega gagnrýnt um allt land og kosningar helgarinnar er nýjasti vitnisburðurinn. Með sama áframhaldi, þurrkast fylgi VG út, ekki bara í sveitastjórnarkosningum eins og nú um helgina.
Aðalfundur stéttarfélagsins Framsýnar samþykkti í gærkvöldi vantraust á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Félagið er þar samstíga VR, sem er stærsta stéttarfélags landsins, og Verkalýðsfélags Akranes sem lýstu einnig vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í síðustu viku.
Tillaga um vantraust á störf forseta Alþýðusambands Íslands samþykkt samhljóða
,,Alþýðusamband Íslands hefur ekki talið ástæðu til að verða við beiðni Framsýnar stéttarfélags um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað er við launahækkunum til láglaunafólks.
Því samþykkir aðalfundur félagsins að lýsa yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands.
Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu.
Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli.
Hverju hefur þessi stefna skilað verkafólki í landinu:
Lágmarkslaun verkafólks hafa hækkað á 20 árum um einungis 230.000 krónur á mánuði.
Til samanburðar er athyglisvert að skoða hækkanir hjá völdum aðilum milli árana 2016 – 2017 og tilgreindar eru í ársreikningum félaganna:
Forstjóri N1 hækkaði í launum um 1 milljón á mánuði, mánaðarlaun 5 milljónir.
Forstjóri Landsvirkjunar hækkaði í launum um 800 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,7 milljónir.
Forstjóri Eimskips hækkaði í launum um tæp 700 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 8,6 milljónir.
Bæjarstjóri Kópavogs hækkaði um 612 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,5 milljónir.
Forstjóri Símans hækkaði í launum um 433 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 4 milljónir.
Forstjóri Isavia hækkaði um 400 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,1 milljón.
Forstjóri Reita hækkaði í launum um 400 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 3,7 milljónir.
Forstjóri HB Granda hækkaði í launum um 330 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 4,2 milljónir.
Verkamaðurinn á gólfinu hjá Granda með níu ára starfsreynslu í fiskvinnslu hækkaði um tæplega kr. 12.000 á mánuði, mánaðarlaun kr. 274.151.
Þessu til viðbótar er rétt að rifja upp að kjararáð hefur hækkað laun æðstu embættismanna og ráðherra, auk þess að hækka þingfarakaup sem nemur um 200 til 400 þúsund krónur á mánuði með afturvirkum hækkunum til allt að tveggja ára.
Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags sættir sig ekki við undanhald líkt og boðað er í auglýsingaherferð Alþýðusambands Íslands. Þess í stað kallar Framsýn eftir samfélagssáttmála um sérstakar aðgerðir til handa láglaunafólki í landinu í gegnum skattkerfisbreytingar og bætt launakjör.
Það er hlutverk stéttarfélaga að vera málsvarar sinna félagsmanna. Framsýn stéttarfélag tekur hlutverk sitt mjög alvarlega og mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir auknum lífsgæðum og réttindum félagsmanna. Annað er ekki í boði.”
https://gamli.frettatiminn.is/2018/05/25/forseti-asi-ekki-trausts-vr-til-ad-leida-vidraedur-vid-stjornvold-eda-samtok-atvinnulifsins-og-mun-ekki-tala-i-okkar-umbodi/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/12/thingmenn-fa-45-haekkun-vinstri-stjornin-lysir-yfir-omoguleika-launahaekkun-ljosmaedra/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/27/laun-felaga-bsrb-og-asi-haekka-um-0-5-1-4/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/11/omoguleiki-ad-haekka-laun-ljosmaedra-myndi-setja-fordaemi-kjaravidraedum/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/20/puttinn-framan-launafolk-forstjorar-med-84-102-6-milljonir-ari/