Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að ljúka störfum í Skútuvogi þar sem eldur kviknaði í verslun í kvöld. Menn og bílar frá öllum stöðvum voru sendir á vettvang, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn kviknaði í versluninni Tunglskin og var töluverður þegar að var komið, að sögn varðstjórans við rúv.is sem birti fréttina fyrst.
Engan sakaði og ekki er vitað um eldsupptök. Rannsókn á þeim hefur verið falin í hendur lögreglu að sögn rúv.is.
Umræða