Eftir rólega föstudagsnótt hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu varð fjandinn laus síðastliðnu nótt og voru hundrað mál skráð hjá lögreglu frá klukkan 17:00-05:00. Tíu manns gistu fangaklefa eftir nóttina fyrir hinu ýmsu brot. Einnig var nokkrum borgurum komið til aðstoðar þar sem þeir voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Þá voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.
Hér að neðan má sjá nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt:
Maður handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar, árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Eldur kviknaði í fyrirtæki í hverfi 104, talsverðar skemmdir
Maður handtekinn í hverfi 101 eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ, maðurinn neitaði að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Ökumaður handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Maður í annarlegur ástandi handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var að angra gesti í miðbænum. Maðurinn vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti á meðal fólks
Maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í hverfi 220 og fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt.
Maður handtekinn í hverfi 210 vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Afskipti höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafði dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í hverfi 210. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið til aðhlynningar.
Maður handtekinn í hverfi 109 vegna hótana, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Manni vísað út af veitingastað í hverfi 201 eftir af hvar verið til vandræða þar innandyra.
Afskipti höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis, málið afgreitt með foreldrum og barnavernd
Maður og kona handtekin í hverfi 200 vegna líkamsárásar og eignaspjalla, þau bæði visturð í fangaklefum.
Maður handtekinn í hverfi 112 vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn. Maðurinn vistaður í fangaklefa.
Framleiðsla fíkniefna stöðvuð í hverfi 109, einn aðili handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku.