FORMAÐUR V.G. FAGNAR 165.000,- OG TELUR ÞAÐ EÐLILEGA HÆKKUN NÚ

Það var undarlegt að sjá svipinn á Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum sjónvarps 29.5. 2023 brosa skæru brosi við því að henni finndist það gleðiefni að hún skildi eiga að fá 165.000,- krónur launahækkun 1. júlí
Já ég býst við að ég mundi líka brosa breytt ef mér yrði tilkynnt um 165.000,- króna launahækkun. Það mundi þýða að ég væri að fá u.þ.b. 67% launahækkun en þó einungis hafa u.þ.b. 26% af launum Katrínar.
Já ég er sannfærður um að ég myndi gleðjast, ef ég væri viss um það að allir hefðu fengið svona hækkun. En ef ég frétti líka að það fengi enginn nema ég þessa hækkun, mundi ég ekki taka við henni. Alla vega ekki ef ég væri formaður V.G.“
——————————————————————————————-
Neðangreind mynd hefur farið eins og eldur í sinu á netinu og almenningur hneykslast á launahækkunum æðstu ráðamanna. Á meðan lögð er áhersla þeirra á að launahækkanir fari ekki yfir 66 þúsund krónur hjá almenningi til að ógna ekki hagkerfinu með verðbólgu.
https://frettatiminn.is/29/05/2023/vid-eigum-900-milljarda-en-lepjum-daudann-ur-skel/
Umræða