5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Barn má aðeins eiga lögheimili hjá öðru foreldri sínu við skilnað, skv. nýjum lögum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ný lög um lögheimili og aðsetur​

Fjölmargar réttarbætur í nýjum lögum um lögheimili og aðsetur​ - mynd
Markmið nýrra laga um lögheimili og aðsetur, sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní sl., er að stuðla að réttri skráningu lögheimilis og aðseturs á hverjum tíma og tryggja réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis. Lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi.
.
Athygli vekur að ekki hefur verið komið til móts við þær óskir að barn geti átt tvö lögheimili í hinum nýju lögum en 6. gr. laganna er svohljóðandi: 
  • Lögheimili barna:  Barn yngra en 18 ára hefur sama lögheimili og foreldrar þess ef þeir eru í hjúskap eða skráðri sambúð.
  • Hafi foreldrar skilið eða slitið sambúð hefur barnið skráð lögheimili hjá öðru foreldri sínu.
  • Hjónum verður heimilt að skrá lögheimili hvort á sínum staðnum, þrátt fyrir meginregluna um að hjón skuli eiga sama lögheimili.
það vekur athygli að barn má ekki eiga lögheimili hjá báðum foreldrum við skilnað en kröfur hafa verið um það í þjóðfélaginu. En hjón mega eiga sitthvort lögheimilið, sem að hentar t.d. þingmönnum og ráðherrum sem eru með skráð lögheimili úti á landi.
                                                                                                                         .
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði frumvarpið fram.
.
Þá er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir Þjóðskrár Íslands með lögheimilisskráningu og gerð sú krafa til þinglýsts eiganda fasteignar að hann hlutist til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt.
.
Einnig má nefna að kveðið er á um dulið lögheimili í lögunum og skráningu fólks í íbúðir en hvort tveggja tekur gildi 1. janúar 2020.  Dulið lögheimili Þjóðskrá Íslands getur heimilað einstaklingi og fjölskyldu hans að fá lögheimili sitt dulið í þjóðskrá og að því verði ekki miðlað. Heimild til þess að fá heimilisfang sitt dulið í þjóðskrá gildir til eins árs í senn.  Lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. 
.
Í vinnslu er reglugerð um lögheimili og aðsetur sem mun taka gildi á sama tíma og lögin.Lög um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018 
  • Þjóðskrá Íslands hefur eftirlit með framkvæmd laga þessara. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leita aðstoðar lögreglu og Útlendingastofnunar í þeim tilgangi.

Þegar uppi er vafi um rétta skráningu á lögheimili er Þjóðskrá Íslands heimilt að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri, sem búa yfir eða varðveita upplýsingar um búsetu einstaklinga, í þeim tilgangi að ákvarða rétta skráningu.
Stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri er rétt og skylt að verða við beiðni Þjóðskrár Íslands. Þá er stjórnvöldum og fyrir­tækjum í einkarekstri heimilt að eigin frumkvæði að upplýsa Þjóðskrá Íslands þegar þau verða þess vör að ósamræmi er á milli lögheimilisskráningar og raunverulegrar búsetu.