Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Fjölmargir dómar og úrskurðir hafa fallið á sama veg: Lán með breytilegum vöxtum standast ekki lög. Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu.
…ef þú tekur þátt
Skilmálar velflestra lána eru ólöglegir að mati Neytendasamtakanna, þar sem ákvarðanir um vaxtabreytingar eru verulega matskenndar og ógegnsæjar og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Neytendasamtökin ætla að stefna bönkunum og leita að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur að sögn Neytendasamtakanna.
Taktu þátt og jöfnum leikinn!
Neytendasamtökin kröfðu bankana um lagfæringu skilmála sinna og leiðréttingu á hlut þeirra lántaka sem hallað hefur verið á. Bankarnir höfnuðu kröfum Neytendasamtakanna og efna samtökin því til liðssöfnunar með það fyrir augum að aðstoða lántaka við að leita réttar síns og fá endurgreidda þá fjármuni sem bankarnir hafa haft af þeim með ólögmætum hætti.
Neytendasamtökin munu fara með a.m.k. þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína.
- Það er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn. Í þessu máli þarf að fá afgerandi niðurstöðu.
- Mögulegur ávinningur, sem getur numið umtalsverðum upphæðum.
- Ekki er ólíklegt að vextir hækki í framtíðinni og því mikilvægt að fá skýrleika um hvað ræður breytingum á vöxtum lána og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða.
- Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast.
- Dráttarvextir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur bönkunum.
Spurt og svarað
Í kafla C. Um þóknun í Verkbeiðni og umboð er skilmáli sem einhver hafa hnotið um og óskað eftir nánari skýringum á. Skilmálinn er eftirfarandi: „Þó er þóknun aldrei lægri en innheimtuþóknun eða málskostnaður sem lánveitanda er gert skylt að greiða samkvæmt dómi.“
Á mannamáli þýðir þetta að færi málið þitt fyrir dóm og í dómsúrskurði yrði lánveitanda þínum gert að greiða málskostnað (en oft er slík upphæð tilgreind), þá rynni sú upphæð til lögfræðistofunnar.
https://gamli.frettatiminn.is/09/11/2021/thu-gaetir-att-krofu-um-endurgreidslu-a-morg-hundrud-thusundum-jafnvel-milljonum/