Engar eignir fundust í búi fasteignafélagsins Síðumúli 30 ehf, og ekkert fékkst því upp í tæplega milljarð króna skuldir þess. Kristján S. Thorarensen og Hilmar R. Konráðsson áttu félagið til helminga en þeir hafa ekki skilað ársreikningi fyrir félagið frá árinu 2009.
Húsgagnaverslunin Heimahúsið ehf. og Heima ehf. hafa verið rekin í Síðumúla 30, undanfarin ár samkvæmt frétt DV í dag, sama fjölskylda stendur að rekstrinum samkvæmt opinberum gögnum.
963 milljóna gjaldþrot
Nafni Heima ehf. var breytt í nafnið GBN 110 ehf.
Reksturinn hét Heima ehf. og varð einnig gjaldþrota og námu lýstar skuldir í þrotabú félagsins, 774 milljónum króna en skuldir voru skv. ársreikningi: 888.412.722 krónur eða rúmlega 888 milljónum króna. Gjaldþrotið endaði með rúmlega 963 milljóna kröfum, hjá þeim sem lýstu sínum kröfum í þrotabúið.
Félagið Síðumúli 30 ehf. var stofnað árið 1975 og hét áður TM húsgögn ehf, eftir samnefndri húsgagnaverslun sem lagðist árið 2006. Í kjölfar þessa snéri rekstur félagsins eingöngu að fasteign þess og var það endurnefnt Síðumúli 30 árið 2008.
,,Búið að „hreinsa“ mest út úr húsgagnaversluninni“
Heima / Heimahúsið: Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki og er Klara Thorarensen skráð fyrir 50% eign í Öndvegi-Lifum ehf. sem rekur húsgagnaverslunina Heimahúsið sem er í sama húsnæði, að sögn DV.
Á heimsíðunni kemur fram að um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki og skv. gögnum Ríkisskattstjóra, Fyrirtækjaskrá, Ársreikningaskrá og Lögbirtingablaðinu og opinberum gögnum Sýslumanns, kemur fram að stjórnarmenn og/eða hluthafar á kennitölum félaga sem tengjast, séu : Kristján S Thorarensen , Hrönn Thorarensen , Klara Thorarensen og Málfríður Vilhelmsdóttir.
Samkvæmt ársreikningi árið 2010 skuldaði félagið Heima ehf. kt.700987-1409, tæpan milljarð, eða 888.412.722 krónur – „Það var búið að „hreinsa“ mest út úr húsgagnaversluninni, það var frekar lítið til.“ segir skiptastjórinn.
Fréttin hefur verið uppfærð en var fyrst birt 29 júlí, 2014 kl. 19:29.
Umræða