Engar eignir fundust í búi fasteignafélagsins Síðumúli 30 ehf, og ekkert fékkst því upp í tæplega milljarð króna skuldir þess. Hilmar R. Konráðsson og Kristján S. Thorarensen áttu félagið til helminga en þeir hafa ekki skilað ársreikningi fyrir félagið frá árinu 2009.
Heima / Heimahúsið, Síðumúli 30, Reykjavík – 10/01/2012
Húsgagnaverslunin Heimahúsið ehf. og Heima ehf. hafa verið rekin í Síðumúla 30, undanfarin ár samkvæmt frétt DV í dag.
Reksturinn hét Heima ehf. og varð einnig gjaldþrota og námu lýstar skuldir í þrotabú félagsins, 774 milljónum króna en skuldir voru skv. ársreikningi: 888.412.722 krónur eða rúmlega 888 milljónum króna.
Félagið Síðumúli 30 ehf. var stofnað árið 1975 og hét áður TM húsgögn ehf, eftir samnefndri húsgagnaverslun sem lagðist árið 2006. Í kjölfar þessa snéri rekstur félagsins eingöngu að fasteign þess og var það endurnefnt Síðumúli 30 árið 2008.
Félagið var með lán í japönskum jenum sem var komið upp í tæpan milljarð króna árið 2009. Eina eign félagsins var fasteign að Síðumúla 30 og lóð, bókfært verð þeirra voru 557 milljónir króna rúmar. Það var tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 20. febrúar síðastliðinn. Fundust þá engar eignir í búinu. Fasteignin er nú í eigu félagsins S30 ehf en listaður eigandi þess, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins fyrir árið 2012, er Kristinn Tómasson.