7 stöðum lokað og 60 fastráðnum sagt upp störfum
Í apríl 2015 gaf ameríska keðjan, Dunkin Donut’s út þá yfirlýsingu að þeir hyggðust ætla að hasla sér völl í Noregi og til stóð að keðjan mundi opna Þar 30 staði á næstu sjö árum.
Núna, þremur árum síðar, hefur ekkert gerst varðandi þau áform keðjunnar. Þegar að Justin Drake, framkvæmdastjóri deildar sem að svarar fyrir málið var spurður hvar málið væri statt. Þá fengust þau svör að engar nýjar fréttir væru að svo stöddu. En Noregur væri áhugaverður staður fyrir keðjuna þar sem að kaffihúsamenningin væri góð og að landið væri örugglega góður markaður fyrir keðjuna.
Dunkin Donut’s lagt niður í Svíþjóð – Allir staðirnir voru í Stokkhólmi en keðjan er með 225 staði í Evrópu
Nýlega var það gert kunnugt að Dunkin’ Donuts vörumerkið og sjö útibúum keðjunnar í Svíþjóð yrði lokað. 60 fastráðnir starfsmenn misstu störf sín en öll útibúin voru í Stokkhólmi.
Jimi Metz forstjóri Dunkin’ Donuts í Svíþjóð sagði að gjaldþrot keðjunnar þar í landi kæmi til vegna rekstrarvanda keðjunnar, tekjurnar væru minni en kostnaðurinn.