Mikil ölvun var í borginni í gærkvöld og nótt
Mikil ölvun var í borginni í gærkvöld og nótt og víða tilkynnt um ofurölvi eða ósjálfbjarga fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Tveir aðilar voru handteknir fyrir heimilisofbeldi, annar í Hafnarfirði og hinn í Grafarholti hins vegar. Þeir eru ennþá vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
Einnig var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hávaða eða ölvunar í heimahúsum svo eitthvað sé nefnt. Alls hafi um það bil 100 bókanir verið skráðar hjá lögreglu frá klukkan 17 til klukkan fimm í morgun og því mjög erilsöm nótt að baki.
Umræða