Hugleiðingar veðurfræðings
Hæg breytileg átt í dag og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Léttir dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipað veður á morgun, en hvessir úr austri þegar líður á kvöldið. Búast má við austan 8-13 m/s við mest alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar. Á föstudagsmorgun gæti vindhraði verið kominn um og yfir 20 m/s með suðurströndinni með hviður allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Einnig má gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður.
Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi. Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um Verslunarmannahelgina.
Veðuryfirlit
Við V-strönd Noregs er 995 mb lægð sem þokast A, en á V-verðu Grænlandshafi er 1010 mb lægðardrag. 1300 km SSV af Reykjanesi er vaxandi 994 mb lægð sem fer NNA.
Samantekt gerð: 29.07.2020 07:38.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir, einkum síðdegis. Birtir til norðanlands eftir hádegi, en þokubakkar við austurströndina. Hiti víða 10 til 16 stig, en svalara í þokunni.
Spá gerð: 29.07.2020 05:03. Gildir til: 30.07.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg átt og dálítil rigning eða súld. Breytileg átt, skýjað að mestu og smáskúrir eftir hádegi. Hiti 9 til 13 stig.
Spá gerð: 29.07.2020 05:03. Gildir til: 30.07.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austlæg átt 8-15, en 15-20 m/s við SA-ströndina framan af degi. Rigning með köflum, en talsverð rigning SA-lands. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið V-vert.
Á laugardag:
Breytileg átt, kaldi eða strekkingur við ströndina, en yfirleitt hægari inn til landsins. Víða skúrir, en rigning á SA-landi, og þurrt að kalla NA-til. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 við NV-ströndina, annars hægari. Skúrir og hiti 7 til 14 stig.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Norðlæg átt og rigning eða skúrir. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með skúrum um landið N- og A-vert, en bjartviðri SV-til.