Fréttatíminn heyrði í Guðmundi Franklín Jónssyni hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum en nú er verið að safna meðmælendum um allt land fyrir kosningarnar 25. september.
,,Við vorum á Akureyri og náðum takmarkinu okkar varðandi söfnun á undirskriftum á met tíma, fengum 277 meðmælendur í kjördæminu en 300 er lágmarkið þannig að fólk getur enn skrifað undir rafrænt, þrátt fyrir að við séum ekki á staðnum. Við erum alveg geysilega ánægð með móttökurnar og jákvæðnina og yndislegheitin í okkar garð af hálfu fólksins á Akureyri.“ Sagði Guðmundur Franklín Jónsson.
Hvað er fólki efst í huga á Akureyri? ,,Fólk hefur miklar áhyggjur af spillingu og komu margir til mín að máli varðandi spillingarmál í sjávarútvegi og víðar í samfélaginu. Óréttlæti og misskipting er hluti af spillingunni og fólkið þráir miklar breytingar í þjóðfélaginu og margir höfðu orði á því að núverandi ríkisstjórn svíki öll loforð og að stjórnvöldum sé ekki treystandi.
Einnig kölluðu kjósendur eftir traustu langtíma plani vegna aðgerða gegn covid-19 sem mark er á takandi, því fólk þarf jú að gera sínar áætlanir, en mikil vonbrigði voru á meðal fólks vegna þess að það hafi þurft að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina og að alger óvissa sé um framhaldið á Íslandi. Óvissuástand hefur myndast í þjóðfélaginu og það sé enginn stöðugleiki og fólk segir að það sé löngu hætt að treysta núverandi ríkisstjórn og að ekkert sé að marka hana og stjórnvöld hafi algerlega misst tökin á faraldrinum. Það sér rétt mat hjá almenningi því eins og við vitum, þá er Ísland orðið appelsínugult og verður eflaust eldrautt á Covid-19 kortinu í Evrópu á morgun.“
Guðmundi Franklín Jónsson bendir á það á vef sínum að það sé hægt að gefa Frjálslynda lýðræðisflokknum meðmæli, rafrænt og það sé mjög auðvelt. Að gamni sínu hafi hann sett með mynd af Kramer í Seinfeld þáttunum vinsælu en það sé uppáhalds persóna sín í þeim klassísku gamanþáttum.
Hann biðlar til fólks, hvar sem það er á landinu að veita skriflegan stuðning sinn í formi meðmæla.
Kæru vinir og félagar, mig langar til að biðja ykkur að hjálpa okkur að safna nógu mörgum meðmælendum svo að við getum boðið fram í öllum kjördæmum. Eftirfarandi er linkur https://island.is/minarsidur/min-gogn/medmaeli beint inn á rafrænu meðmælendalistana! Þið klikkið á linkinn og notið svo rafrænu skilríkin ykkar og veljið svo Frjálslynda lýðræðisflokkinn. Takk innilega
https://gamli.frettatiminn.is/25/07/2021/skandallinn-er-akvordun-stjornvalda-ad-opna-landid-upp-a-gatt/