Veðuryfirlit : Yfir Skandinavíu er 994 mb lægð sem þokast NA. Yfir Grænlandi er 1032 mb hæð og hæðarhryggur frá henni liggur til SSA.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 3-10 m/s, en heldur hvassara við fjöll. Skýjað og sums staðar væta, en léttskýjað á suðvestanverðu landinu.
Víða bjart með köflum á morgun, en líkur á síðdegisskúrum suðvestantil. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.
Spá gerð: 29.07.2021 18:16. Gildir til: 31.07.2021
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart að mestu. Hiti 14 til 21 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu um landið sunnanvert og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Hæg breytileg átt, skýjað og dálítil væta sunnan- og vestantil, en léttskýjað annars staðar. Hiti 11 til 17 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða skúrir, einkum inn til landsins. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 29.07.2021 20:27. Gildir til: 05.08.2021 12:00.