Hugleiðingar veðurfræðings
Norðlæg átt, gola eða kaldi. Víða smáskúrir, en ætti að sjást eitthvað til sólar sunnan- og vestanlands í dag. Í kvöld kemur regnsvæði inn á austanvert landið. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðaustur- og Austurlandi, en hægari vindi og skúrum í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 15 stig, mildast sunnantil.
Veðuryfirlit
Um 500 km S af Vestmannaeyjum er 1000 mb lægð sem fer NA og síðan N. Skammt A af Scoresbysundi er hægfara 1000 mb lægð en 1005 mb hæð er 200 km V af Snæfellsnesi. 1025 mb hæð er yfir Skandinavíu.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 3-10 m/s í dag og víða smáskúrir, en rofar til suðvestan- og vestanlands. Fer að rigna á Suðaustur- og Austurlandi í kvöld.
Norðvestan 8-13 og rigning norðaustan- og austanlands á morgun Norðvestan 3-10 m/s og allvíða skúrir vestantil. Úrkomulítið á Suðausturlandi. Norðvestan 13-18 á Norðausturhorninu annað kvöld. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í norðan 5-10 og léttir til. Norðvestan 3-8 og skúrir á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Vestan 8-15 og rigning með köflum norðanlands, hvassast og úrkomumest við ströndina. Hægari annars staðar og stöku skúrir vestantil. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:
Norðvestan- og síðan norðanátt, 8-13 við norðurströndina en annars hægari. Rigning með köflum norðantil, en skýjað með köflum syðra. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag:
Norðvestanátt, 3-10 m/s, skýjað og dálítil rigning norðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt, 8-15 með rigningu sunnan- og vestanlands en þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig.
Discussion about this post