Það helsta sem fram kemur í dag bók lögreglu er að sjö voru vistaðir í fangaklefum í nótt. Nokkrir ökumenn stöðvaðir í umferðinni vímaðir og sviptir ökuréttindum í nær öllum hverfum.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt var um þrjá unglinga að brjóta rúðu á húsi í íbúahverfi í Kópavogi. Þeir voru farnir áður en lögregla kom en komu aftur og brutu aðra rúðu. Þeir komu sér aftur undan. Þá voru þeir aftur tilkynntir að brjóta rúðu í strætisvagnaskýli. Lögregla hafði uppi á drengjunum í þetta skiptið þar sem kom í ljós að þeir voru með kúbein, hamar og hníf meðferðis. Einn drengjanna réðst á einn lögreglumann með barefli við handtöku þremenninganna áður en hann var yfirbugaður. Tveir drengjanna voru undir 18 ára aldri og þá einn þeirra undir 15 ára aldri. Sá sem réðst á lögreglumanninn var 18 ára og var vistaður í klefa. Hinir tveir voru fluttir í önnur úrræði í samráði við foreldra og barnaverndarnefnd. Einn drengjanna var með ítrekaðar líflátshótanir í garð lögreglumanna en drengirnir eiga yfir höfði sér fjölda kæra vegna málsins.
Lögreglustöð 1
Tilkynnt um ölvaða konu á stigagangi sem var búin að brjóta rúðu. Konan reyndist verulega ölvuð og ákvað að vera áfram til ama á vettvangi í stað þess að yfirgefa hann að beiðni lögreglumanna. Konan ekki í ástandi til að vera meðal almennings og hún því vistuð í klefa.
Tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýli í Reykjavík. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um nokkra aðila vera að stela dósum úr dósagám. Aðilarnir handteknir þar sem grunur var um skipulagða brotastarfsemi og voru allir aðilarnir vistaðir í klefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 2
Tilkynnt um hnupl í stórvöruverslun. Framburður tekinn af sakborning á vettvangi.
Ökumaður stöðvaður í umferðinni sem reyndist vera án gildra ökuréttinda. Þá var barn ökumanns undir 15 ára aldri ekki í öryggisbelti. Ökumaðurinn á yfir höfði sér sekt.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um bifreið sem valt og var þak bifreiðarinnar á veginum þegar lögregla kom á vettvang. Ökumaðurinn hafði komist sér undan en við eftirgrennslan fann lögregla ökumanninn á göngu í átt frá vettvangi. Sá játaði að hafa verið ökumaðurinn og var ölvaður í þokkabót. Handtekinn og vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.