Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eftir mótorhjólaslys á Örlygshafnarvegi rétt hjá Breiðuvík, á leið út að Látrabjargi, á Vestfjörðum í dag.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrluna hafa fengið beiðni um aðstoð klukkan 14:40 og að hún hafi lent á vettvangi um klukkutíma síðar.
Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar hafi tveir erlendir ferðamenn verið á ferðinni og mótorhjól annars þeirra hafi farið út af veginum. Ásgeir hafði ekki upplýsingar um líðan hins slasaða.
Umræða