Rannsókn bendir til þess að byltingarkennd meðferð með einstofna mótefnislyfi, sem kallast trontinemab, gæti orðið öflugasta vopnið til þessa gegn heilabilun.
Mögulega gæti það hindrað framvindu alzheimer. Mbl. greindi fyrst frá málinu og þar segir:
Rannsakað verður hvort rétt sé að gefa fólki lyfið, sem ekki hefur einkenni, til að fyrirbyggja sjúkdóminn.
Telegraph greinir frá.
Vonast til að minni og virkni sjúklinga batni
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem kynntar voru á Alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer-samtakanna í Toronto í Kanada, sýna að með lyfinu sé hægt að fjarlægja skaðlega útfellingu prótína í heila mun hraðar en með nokkru öðru lyfi sem samþykkt hefur verið til þessa.
Innan 28 vikna höfðu níu af hverjum tíu sjúklingum sem settir voru á lyfið losnað við útfellingu prótína. Með öðrum orðum, sýnileg merki um sjúkdóminn hurfu.
18 mánaða rannsókn á 1.600 sjúklingum er hafin en sérfræðingar vona að árangurinn af notkun trontinemab verði staðfestur með bættu minni og virkni sjúklinga.
Í annarri rannsókn verður kannað hvort hægt sé að gefa lyfið fólki án einkenna heilabilunar til að fyrirbyggja sjúkdóminn á sama hátt og statínlyf eru notuð til að verjast hjartasjúkdómum.