Matvælastofnun varar við neyslu á bláskel úr tveimur framleiðslulotum frá fyrirtækinu Íslensk bláskel og sjávargróður vegna þess að kadmíum mældist yfir leyfilegum hámarksgildum. Fyrirtækið hefur með aðstoð Matvælastofnunar innkallað vöruna af markaði.
Innköllun á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Bláskel
- Þyngd: 1 kg og 2,5 kg netapokar
- Framleiðslulotur: Lota nr. 319 frá 16/8 2022 og lota nr. 320 frá 23/8 2022
- Framleiðslufyrirtækið: Íslensk bláskel og sjávargróður, Skúlagötu 116, 340 Stykkishólmur
- Dreifing: Verslanir Hafsins í Spöng og í Hlíðarsmára, Hafberg, Fiskerí á Sundlaugarvegi
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til verslunar þar sem hún var keypt.
Ítarefni
Umræða