Rán var framið í Kópavogi í gær þar sem tveir menn réðust á mann og ógnuðu honum með eggvopni og stálu bifreið hans. Tilkynnt var um bifreiðina 40 mínútum síðar á Breiðholtsbraut, þar sem bifreiðinni hafði verið ekið aftan á aðra bifreið og síðan af vettvangi. Í nótt klukkan 1:33, var svo aftur tilkynnt um sömu menn en þá voru þeir að stela úr verslun.
Tilkynnt hafði verið um tvo menn vera að stela vörum og var starfsmanni hótað er hann reyndi að hafa afskipti af mönnunum. Mennirnir komu aftur inn í verslunina þar sem þeir töldu sig hafa týnt bíllyklum og ógnuðu þá stafsmanni með eggvopni. Lögreglan kom skömmu síðar á vettvang og handtók mennina.
Þarna voru á ferð, sömu menn og höfðu ráðist á mann og stolið bifreið hans fyrr um daginn (17:46). Hald var lagt á bifreiðina og mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.