Ung kona fannst látin í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík í morgun.
Samkvæmt frétt Vísis barst lögreglu tilkynning um lík ungrar konu í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík, á tíunda tímanum í morgun.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, staðfesti líkfundinn við Vísi. Að hans sögn er málið á frumstigi rannsóknar og að lögreglan geti ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða