Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins brá sér til skraddara vegna athugasemda ungra sjálfstæðismanna en það gerði hann ekki orðalaust og sendi þeim tóninn á facebook síðu sinni í dag.
,,Ég sá að einhverjir ungir sjálfstæðismenn gerðu grín að því að ég væri alltaf í sömu jakkafötunum (einhverra hluta vegna er ég þeim hugleikinn).
Ok, ég skal viðurkenna að ég á bara tvenn eða þrenn jakkaföt sem passa eftir að ég bætti á mig (og þau eru eins).
En talandi um „umbúðir umfram innihald”!
Óháð því var ég þó rekinn í herrafataverslun (því enginn trúði því að ég næði að missa 20 kíló fyrir kosningar).
Ónefndur þingmaður Miðflokksins spurði hvort ekki hefði verið betra að senda mig bara beint í Seglagerðina Ægi.
Þetta er það sem ég bý við.“
Umræða