Verkfall kennara í níu skólum er nú þegar hafið. Kennarar í fjórum skólum til viðbótar munu leggja niður störf í nóvember verði samningar ekki í höfn fyrir þann tíma en miðað við þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilunni. Má jafnvel búast við að fleirum skólum verði lokað.
Greint hefur verið frá því að fundi samningsnefndar Kennarasambands Íslands (KÍ), ríkisins og sveitarfélaga hafi lokið í gækvöld án árangurs og að sögn ríkissáttasemjara er deilan föst í hnút.
Ljóst er að kennarar ætla ekki að gefa eftir að þessu sinni samkvæmt heimildum Fréttatímans og því má reikna með harðari átökum en hafa sést um árabil með tilheyrandi óþægindum fyrir börnin og aðstandendur þeirra.
Verkföll í þrettán skólum
- Leikskóli Seltjarnarness (29. okt – ótímabundið)
- Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki (29. okt – ótímabundið)
- Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík (29. okt – ótímabundið)
- Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ (29. okt – ótímabundið)
- Áslandsskóli í Hafnarfirði (29. okt – 22. nóv)
- Laugalækjarskóli í Reykjavík (29. okt – 22. nóv)
- Lundarskóli á Akureyri (29. okt – 22. nóv)
- Garðaskóli í Garðabæ (25. nóv – 20. des)
- Árbæjarskóli í Reykjavík (25. nóv – 20. des)
- Heiðarskóli í Reykjanesbæ (25. nóv – 20. des)
- Fjölbrautaskóli Suðurlands (29. okt – 20. des)
- Menntaskólinn í Reykjavík (11. nóv – 20. des)
- Tónlistarskóli Ísafjarðar (29. okt – 20. des)
Umræða