-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Lögreglan svarar gagnrýni vegna máls Kristjáns Gunnars

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna rannsóknar á meintri frelsiskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs og fertugsaldri.

Gæsluvarðhaldskrafan er á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, en ætluð brot voru framin með skömmu millibili. Dómari hefur tekið sér frest til að taka afstöðu til kröfu lögreglu en niðurstöðu er að vænta í síðasta lagi um hádegi á morgun.
Komið hefur fram gagnrýni á störf lögreglu undanfarna daga vegna ýmissa atriða, m.a. að ekki hafi verið gripið til tækra ráðstafana til að bjarga brotaþola. Upptökur af vettvangi hafa verið tryggðar og yfirfarnar en ekkert aðfinnsluvert hefur komið í ljós. Öll gögn og upptökur verða sendar til Nefndar um eftirlit með lögreglu og því einnig yfirfarin af óháðum aðila.