-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

20 stiga frost um helgina

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Veðurstofan spáir köldu veðri næstu daga og frostið mun ná um og yfir 20 gráðum um helgina, vestan- og norðanlands og einnig á hálendinu

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, víða 5-13 m/s en 10-15 á Austfjörðum. Él en yfirleitt léttskýjað S-til á landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum.
Spá gerð: 30.01.2019 18:47. Gildir til: 01.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað en norðvestan 5-13 og snjókoma eða él á austanverðu landinu fram eftir morgni. Léttir til og lægir austantil eftir hádegi. Frost víða 4 til 15 stig, en kólnar meira síðdegis.
Á laugardag:
Hæg sunnanátt og bjartviðri, en stöku él við suðurströndina. Frost 5 til 20 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Vaxandi austlæg átt sunnan og suðvestantil um kvöldið, þykknar upp og dregur úr frosti þar.
Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og snjókoma eða él í flestum landshlutum, síst þó norðantil. Léttir víða til um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, mildast við suðvestur ströndina.
Á mánudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og snjókomu eða slyddu við suðurströnda. Hæg breytileg átt og úrkomulítið norðantil og talsvert frost en fer að snjóa þar um kvöldið. Frost 0 til 12 stig, kaldast á N- og A-landi.
Á þriðjudag:
Lítur út fyrir hvassa suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu og ört hlýnandi veðri en úrkomulítið NA-til fram á kvöld.
Spá gerð: 30.01.2019 08:38. Gildir til: 06.02.2019 12:00.